Hekla Royal Saddle
SKU:
€0.00
Unavailable
per item
Heklu Royal hnakkurinn er fjölnota hnakkur og er sérstaklega hannaður og framleiddur með þarfir sem flestra hestamanna í huga, hvort sem þeir stunda útreiðar að gamni sínu, eða eru að stíga fyrstu skrefin í hestamennskunni, vinna við hross til dæmis við smalamennskur, hestaferðir eða stunda tamningar og keppni.
Hönnunin er byggð á gamalli íslenskri hefð í bland við nútímalag og þarfir hnakka, en segja má að allt frá því um 1970 hafi íslensk hestamennska tekið stökk inn í nútímann og hefur síðan verið og er enn í stöðugri þróun. Það sama á við um hnakka og önnur reiðtygi. Þessi hnakkur sem hefur hlotið nafnið Hekla Royal er nýjasta dæmið um þessa þróun, en góð reynsla er þegar kominn á hann hjá íslenskum knöpum og knöpum á íslenskum hrossum á meginlandi Evrópu.
Hnakkurinn gefur einstakt og gott sæti, sem tryggir samhliða örugga ásetu og möguleika á að stjórna hestinum með ásetu knapans.
Hnakkurinn er með latextfyllingu sem formar hnakkinn einstaklega þægilega að baki hestsins. Leðrið er nautsleður frá Evrópu sem er sérvalið af sérfræðingum í framleiðslulínu Heklu hnakkanna og þolir vel íslenskar veðuraðstæður og þann styrkleika sem íslenskir hnakkar þurfa að hafa.
Heklu Royal hnakkurinn er framleiddur í þessum stærðum: 17″, 17,5″ and 18″. Hægt er að sérpanta fleiri númer einnig.
Hönnunin er byggð á gamalli íslenskri hefð í bland við nútímalag og þarfir hnakka, en segja má að allt frá því um 1970 hafi íslensk hestamennska tekið stökk inn í nútímann og hefur síðan verið og er enn í stöðugri þróun. Það sama á við um hnakka og önnur reiðtygi. Þessi hnakkur sem hefur hlotið nafnið Hekla Royal er nýjasta dæmið um þessa þróun, en góð reynsla er þegar kominn á hann hjá íslenskum knöpum og knöpum á íslenskum hrossum á meginlandi Evrópu.
Hnakkurinn gefur einstakt og gott sæti, sem tryggir samhliða örugga ásetu og möguleika á að stjórna hestinum með ásetu knapans.
Hnakkurinn er með latextfyllingu sem formar hnakkinn einstaklega þægilega að baki hestsins. Leðrið er nautsleður frá Evrópu sem er sérvalið af sérfræðingum í framleiðslulínu Heklu hnakkanna og þolir vel íslenskar veðuraðstæður og þann styrkleika sem íslenskir hnakkar þurfa að hafa.
Heklu Royal hnakkurinn er framleiddur í þessum stærðum: 17″, 17,5″ and 18″. Hægt er að sérpanta fleiri númer einnig.
Hefurðu áhuga? |
Verð359.000 kr. (með vsk.) |
Are you interested? |
Price359.000 ISK (VAT included) |