New generation of saddles for the Icelandic Horse.
Ný kynslóð hnakka fyrir íslenska hestinn.
Hekla Masterclass
€0.00
Heklu Masterclass hnakkurinn er einkum hannaður fyrir þarfir knapa sem stunda hestamennsku á atvinnu- og keppnissstigi. Um leið gefur hann áhugasömum áhugareiðmönnum og ungum og upprennandi keppnisknöpum kjörið tækifæri til að bæta reiðmennsku sína, stjórnun og ásetu. Hnépúðarnir eru fremur stórir og hjálpa til við að auka stöðugleika og möguleika knapans á að stjórna hestinum meira með ásetunni. Þá er þyngdarpunktur sætisins einnig formaður þannig að hann auðveldar hestinum að ganga betur inn undir sig bæði á hægum gangi og á yfirferð.
Hönnun hnakksins byggir á áratuga reynslu knapa á íslenskum hestum ásamt því að tekið er tillit til nýrra og breyttra viðhorfa þegar kemur að þjálfun íslenska hestsins við nútímaaðstæður og þarfir.
Leðrið er sérstaklega valið evrópskt nautsleður, sem framleiðendur með langa reynslu í gerð vandaðra og slitsterkra hnakka hafa valið fyrir þennan hnakk. Allir íslenskir hestamenn vita að flestir atvinnumenn í tamningum og hestaíþróttum ríða oft 10 til 15 hrossum daglega, nær alla daga ársins við misjafnar veðuraðstæður. Því leggjum við mikla áherslu á styrkleika leðursins um leið og mýkt þess gefur Heklu hnökkum sérstaka og fallega áferð.
Heklu Masterclass hnakkurinn er fáanlegur í stærðunum 16, 16.5, 17 og 18 tommum.
Hönnun hnakksins byggir á áratuga reynslu knapa á íslenskum hestum ásamt því að tekið er tillit til nýrra og breyttra viðhorfa þegar kemur að þjálfun íslenska hestsins við nútímaaðstæður og þarfir.
Leðrið er sérstaklega valið evrópskt nautsleður, sem framleiðendur með langa reynslu í gerð vandaðra og slitsterkra hnakka hafa valið fyrir þennan hnakk. Allir íslenskir hestamenn vita að flestir atvinnumenn í tamningum og hestaíþróttum ríða oft 10 til 15 hrossum daglega, nær alla daga ársins við misjafnar veðuraðstæður. Því leggjum við mikla áherslu á styrkleika leðursins um leið og mýkt þess gefur Heklu hnökkum sérstaka og fallega áferð.
Heklu Masterclass hnakkurinn er fáanlegur í stærðunum 16, 16.5, 17 og 18 tommum.
Hekla Royal Saddle
€0.00
Heklu Royal hnakkurinn er fjölnota hnakkur og er sérstaklega hannaður og framleiddur með þarfir sem flestra hestamanna í huga, hvort sem þeir stunda útreiðar að gamni sínu, eða eru að stíga fyrstu skrefin í hestamennskunni, vinna við hross til dæmis við smalamennskur, hestaferðir eða stunda tamningar og keppni.
Hönnunin er byggð á gamalli íslenskri hefð í bland við nútímalag og þarfir hnakka, en segja má að allt frá því um 1970 hafi íslensk hestamennska tekið stökk inn í nútímann og hefur síðan verið og er enn í stöðugri þróun. Það sama á við um hnakka og önnur reiðtygi. Þessi hnakkur sem hefur hlotið nafnið Hekla Royal er nýjasta dæmið um þessa þróun, en góð reynsla er þegar kominn á hann hjá íslenskum knöpum og knöpum á íslenskum hrossum á meginlandi Evrópu.
Hnakkurinn gefur einstakt og gott sæti, sem tryggir samhliða örugga ásetu og möguleika á að stjórna hestinum með ásetu knapans.
Hnakkurinn er með latextfyllingu sem formar hnakkinn einstaklega þægilega að baki hestsins. Leðrið er nautsleður frá Evrópu sem er sérvalið af sérfræðingum í framleiðslulínu Heklu hnakkanna og þolir vel íslenskar veðuraðstæður og þann styrkleika sem íslenskir hnakkar þurfa að hafa.
Heklu Royal hnakkurinn er framleiddur í þessum stærðum: 17″, 17,5″ and 18″. Hægt er að sérpanta fleiri númer einnig.
Hönnunin er byggð á gamalli íslenskri hefð í bland við nútímalag og þarfir hnakka, en segja má að allt frá því um 1970 hafi íslensk hestamennska tekið stökk inn í nútímann og hefur síðan verið og er enn í stöðugri þróun. Það sama á við um hnakka og önnur reiðtygi. Þessi hnakkur sem hefur hlotið nafnið Hekla Royal er nýjasta dæmið um þessa þróun, en góð reynsla er þegar kominn á hann hjá íslenskum knöpum og knöpum á íslenskum hrossum á meginlandi Evrópu.
Hnakkurinn gefur einstakt og gott sæti, sem tryggir samhliða örugga ásetu og möguleika á að stjórna hestinum með ásetu knapans.
Hnakkurinn er með latextfyllingu sem formar hnakkinn einstaklega þægilega að baki hestsins. Leðrið er nautsleður frá Evrópu sem er sérvalið af sérfræðingum í framleiðslulínu Heklu hnakkanna og þolir vel íslenskar veðuraðstæður og þann styrkleika sem íslenskir hnakkar þurfa að hafa.
Heklu Royal hnakkurinn er framleiddur í þessum stærðum: 17″, 17,5″ and 18″. Hægt er að sérpanta fleiri númer einnig.
Hekla Soft Saddle
€0.00
Hekla Soft Saddle eða „Heklu-dýnan“ er virkislaus hnakkur sem margir hestamenn kjósa að nota við þjálfun og jafnvel keppni með öðrum hefðbundnari hnökkum. Við höfum lagt mikla áherslu á að þessi nýja hnakkdýna lagi sig sem best að hestinum og knapinn kemst í allt annað samband við hestinn en í venjulegum hnakki en um leið er hönnunin miðuð við að dýnan trufli ekki hreyfingar hestsins eða leggist um of á bak hans.
Eins og í öllum Heklu-hnökkum er leðrið sérstaklega valið nautsleður sem stenst íslenskar aðstæður og er miðað við þarfir og álag íslenskrar nútíma hestamennsku. Heklu Soft hnakkurinn er fylltur með latexefni.
Hekla Soft hnakkurinn fæst í 17 og 18 tommu stærðum en hægt er að sérpanta fleiri númer.
Eins og í öllum Heklu-hnökkum er leðrið sérstaklega valið nautsleður sem stenst íslenskar aðstæður og er miðað við þarfir og álag íslenskrar nútíma hestamennsku. Heklu Soft hnakkurinn er fylltur með latexefni.
Hekla Soft hnakkurinn fæst í 17 og 18 tommu stærðum en hægt er að sérpanta fleiri númer.
Reiðtygi og fylgihlutir
€0.00
Höfum til sölu úrval reiðtygja fyrir hestinn, svo sem höfuðleður, múla og tauma. Einnig tamningamúla, ístaðsólar, gjarðir og teymingagjarðir. Hringtaumstauma af ýmsum gerðum. Ábreiður, hófhlífar og margt fleira. Hringið eða sendið okkur póst ef ykkur vantar upplýsingar. Mjög hagstætt verð. Gerum tilboð í allt það sem þarf í hesthúsið til tamninga, þjálfunar og útreiða. Sími 7823900 og tölvufang [email protected]